Flank steik að frönsk/asískum hætti

This slideshow requires JavaScript.

Fékk þennan fallega bita í Kjöthöllinni. Þetta er flank steik, sem ég get ekki með nokkru móti munað hvað kallast á íslensku….Síðubiti? Kannski betra að kalla þetta bara flank steik þar til ég veit það með vissu!

Ég var ekki með neina skýra hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við bitann.
Helst hefði ég viljað marinera hann og grilla, en þar sem ég er ekki með grill þá varð lítið úr því:)

Ég var líka dálítið sein að hefjast handa við eldamennskuna í gær, enda frábært veður og ekki beint stemming fyrir því að hanga inni.

Það kom þó ekki að sök, því úr þessu varð alveg frábær réttur sem ég á samt í smá vandræðum með að finna rétta nafnið á. Einhvers konar franskt/kínverskt/asískt stir fry “fusion”?

Þar sem þetta er ekki beint mýksti hlutinn af kjötinu, er mjög mikilvægt að skera hann rétt.
Sem sé “þvert á hann”….SJÁ MYND! Þið verðið bara afsaka þetta…er alveg ágæt í íslensku, en stundum vantar aðeins uppá þegar kemur að því að útskýra eitthvað sem var lært á öðru tungumáli! Kannski ef ég hefði lært til kokks hér en ekki í London þá gæti ég útskýrt þetta á íslensku!

Í þessari færslu útskýri ég svo hvernig á að gera skýrt smjör.
Í raun frekar lítið mál – og myndirnar útskýra það líka ágætlega:)

6 – 700 gr flank steik

Skýrt smjör eða bragðlítil olía ( 3 – 6 msk eða eins og þarf )

1 dós ansjósur ( og olían af þeim )
3 – 4 hvítlauksrif

100 ml tamari sojasósa
200 ml balsamedik
2 tsk sterkt sinnep
4 msk sykur
1 – 2 msk worcestershire sósa
Safi úr 1 sítrónu
2 tsk matarsódi

2 – 3 msk maisena mjöl
vatn

250 gr sveppir
1 – 2 laukar
200 gr spínat

Svartur pipar
Hvítur pipar
Maldonsalt

Ansjósur og hvítlaukur sett saman í mortel ásamt olíunni af ansjósunum.
Maukað saman. Ef þú ert ekki með mortel, má líka saxa bæði frekar smátt og bæta því útí marineringuna þannig. Ansjósurnar bráðna svo á pönnunni þannig að það kemur ekki að sök.

Tamari sósu, balsamediki, worcestershire sósu, sítrónu, sinnepi, sykri og matarsóda blandað saman.
Ansjósu/hvítlauksmaukinu bætt saman við, ásamt piparnum.
Angjósurnar eru það saltar og eins er þarna matarsódi, að það er betra að salta frekar eftir á ef þarf.
Alltaf auðveldara að bæta við saltinu en að taka það burt;)

Það eru kannski einhverjir að spá hvað í ósköpunum matarsódi sé að gera í uppskriftinni!
Matarsódi er gamalt og gott ráð til að mýkja kjöt og gera það meyrara. Oft er honum stráð á kjötið, leyft að liggja í töluverðan tíma og svo skolaður af. Mér finnst líka virka ágætlega að setja hann útí marineringu og leyfa honum að virka þannig. Það þarf bara að passa sig að setja ekki of mikið þannig að bragðið komi í gegn.

Kjötið skorið til ( sjá mynd ) og það svo sett í marineringuna.
Þar sem það er í frekar litlum bitum, þarf ekki að marinera það lengi.
Bara rétt á meðan restin af hráefnunum er höfð til og einn kaffibolli drukkinn.
Hálftími er fínt.

Laukurinn skorinn í sneiðar og hann settur á pönnu ásamt skýrða smjörinu. Leyft að taka smá lit án þess þó að brenna hann. Sveppirnir skornir frekar gróft og þeim bætt á pönnuna.

Þá er maisena mjölið hrært út í smá vatni og því bætt útí marineringuna.

Kjötið tekið úr leginum og það sett á pönnuna. Loks er spínatið skorið til og því bætt útí og að endingu er marineringin sett á pönnuna og henni leyft að hitna vel í gegn og verða að sósu:)

Ég hafði nú ekkert með þessu – en hrísgrjón eða núðlur smellpassa við þennan rétt.

Þetta varð alveg ótrúlega gott samt bara svona:)

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s