Ofnbakaður þorskur á spínatbeði, með makadamíu-hnetu og kryddjurtahjúp

on

Það er alltaf fljótlegt og þægilegt að ofnbaka fisk!

Nú til dags er hægt að fá fisk í alls kyns sósum í fiskborðum landsins.
Eflaust er margt af honum ágætt, en mér finnst betra að fá að stjórna hráefninu sjálf.

Kannski er það tilhugsunin um allan ofnbakaða fiskinn sem maður fékk í æsku, sem var oftar en ekki þakinn rifnum osti. Ég held að mér hafi aldrei fundist það gott. Fiskur og ostur passa afskaplega illa saman finnst mér – með einhverjum undantekningum þó.
Kannski örlitlum parmesan eða öðrum bragðmiklum osti, en ekki svona venjulegum brauðosti og ekki í því magni sem hann er oft.

Annað sem ég reyni að forðast er fiskur sem er búið að setja í brauðrasp.

Ég skal samt viðurkenna að mér finnst hann stundum góður, en ég velti alltaf fyrir mér af hverju í ósköpunum hann sé svona gulur á litinn. Ekki líkur þeim brauðrasp sem ég geri á nokkurn hátt. Yfirleitt geri ég hann bara sjálf, að því gefnu að ég sé með brauð við höndina – helst ljóst brauð. Í versta falli kaupi ég ljósan brauðrasp sem ég hef allavega á tilfinningunni að sé gerður úr brauði!

Jæja…tuð dagsins komið!:)

Þessi fiskréttur var kominn í ofninn á nokkrum mínútum og tók svo 20 – 25 mínútur í ofninum á 200 gráðum. Ég setti hitann reyndar aðeins upp fyrir rest – í 250 gráður síðustu 5 mínúturnar, bara til að fá betri lit á raspinn.

This slideshow requires JavaScript.

Þetta gæti ekki verið einfaldara…

1 kg þorskur

50 gr ljós brauðraspur ( panko )
50 gr makadamíu-hnetur
50 gr smjör

3 – 4 msk smátt saxaðar, ferskar kryddjurtir
Ég var með timían, steinselju og basil.

1 laukur – skorinn í mjög þunnar sneiðar
200 gr spínat
Ólívuolía

Maldonsalt
Hvítur pipar

Örlítilli ólívuolíu hellt í eldfast fat.
Laukurinn skorinn í mjög þunnar sneiðar og settur í fatið.
Spínatið skorið í ræmur og sett ofaná laukinn.

Saltað og piprað.

Fiskurinn þar ofaná.

Makadamíu-hneturar skornar smátt, en ekki þannig að þær verði allar eins fínar og raspurinn.
Smjörið brætt í potti og raspurinn, hneturnar og fínt saxaðar kryddjurtinar settar þar útí þegar smjörið er bráðið.

Klesst ofan á fiskinn og allt sett inn í ofn.

Mér fannst þetta gott bara svona eitt og sér.
Örugglega ágætt að hafa kartöflumús með þessu samt eða þess vegna hrísgrjón.

Ég gerði reyndar kalda sósu úr sýrðum rjóma, sítrónusafa og dilli.

1 dós sýrður rjómi
Safi úr 1/2 sítrónu
Væn handfylli af smátt söxuðu dilli
Maldonsalt og hvítur pipar

Ágætt að gera sósuna áður en fiskurinn er hafður til – þannig fær hún smá tíma til að jafna sig.

Verði ykkur að góðu:)!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s