Þetta var ótrúlega fljótlegt, ferskt og gott – og tilbúið á nokkrum mínútum.
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt smávegis af ólívuolíu.
Hvítlaukurinn skorinn mjög smátt og honum bætt saman við.
Loks er spinatið skorið ( nóg að skera það bara gróflega ) og því bætt í pottinn.
Leyft að malla í 2 – 3 mínútur áður en restinni af hráefnunum er bætt saman við.
Smávegis af rjóma og ferskum parmesan sett útí og loks er þetta allt saman sett í matvinnsluvél ásamt ferskum basil.
Ofaná setti ég svo fetaost og kirsuberjatómata.
Ólívuolía
1 laukur
3 hvítlauksrif
300 gr ferskt spínat
50 mlrjómi
Ferskur parmesan
Ferskur basil – handfylli
Fetostur ( í kubbum – ekki þessi í olíunni )
Kirsuberjatómatar
Maldonsalt
Hvítur pipar
Verði ykkur að góðu:)!!