Mæðradagsbröns – pönnuklessur, nutella og kóríandereggjahræra

on

Síðbúinn “mæðradagsbröns”:)

Pönnuklessur:

200 gr spelt
25 gr hveitikím
25 gr hveitiklíð
2 tsk lyftiduft

50 gr hunang
200 gr eplamauk
2 egg
2 msk kókosolía – brædd á pönnu
( og svo meiri kókosolía til að steikja úr )

Þurrefnin sett saman í skál og restinni síðan blandað saman við.
Sett á pönnu með matskeið – komast svona 3 – 4 fyrir á pönnukökupönnunni í einu.

Ótrúlega gott og algjörlega í hollara lagi.

Kóríander eggjahræra:

6 egg
1 stór dós kotasæla
50 ml rjómi
50 gr rifinn ostur

handfylli ferskt kóríander – smátt saxaður

hvítur pipar
maldonsalt

ólívuolía

Allt hrært saman og steikt á pönnu með örlítilli ólívuolíu.
Hært allan tímann þannig að þetta taki ekki lit.

Uppskriftina af nutellanu sem er þarna í krukkunni fremst, verðið þið að fá seinna.

Notaði hana sem fyllingu í makkarónur sem ég var að baka í vikunni – var smá afgangur þannig að ég setti það í krukku og nota sem nutella. Eins og nutella er gott, verð ég samt að viðurkenna að þetta er nokkrum klössum ofar.

Og svo er nýkreistur appelsínusafi að sjálfsögðu algjört “must” í góðum bröns.

Verði ykkur að góðu!!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s