Kalí spera!!

Ákvað að baka Mafíutertu handa grísku fjölskyldunni minni hér um daginn sem hafði séð hana á blogginu hjá mér og vildi fá að prófa.

Þegar til kom, fann ég ekkert hringlaga form, þannig að útkoman varð dálítið önnur.

Sleppti þeim við þykkt lag af ítölskum marengs en dustaði kökuna þess í stað með flórsykri.

Ég kom með Sultubókina sem ég gerði í fyrra – Sultur allt árið – og það voru þó nokkrar uppskriftir í henni sem fólk vill fá að læra. Við ákváðum að byrja á bananasultu með kanil og rommi….
Sem smellpassar að sjálfsögðu með kökunni góðu;)

Og sykruðum sítrónuberki sem passar mjög vel með hnausþykku, grísku kaffi.

Svo er ekki verra að fá sér einn ískaldan Cappucino Freddo á svölunum með gríska Eyjahafið í bakgrunn….

Annars held ég að ég sé að breytast í “ljósmyndanörd” – þannig að þið megið eiga von á alls kyns skrítnum myndum á blogginu. Líklega mörgum af mat, þó svo það fylgi kannski ekki alltaf uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s