Nasoni – vatn vatn alls staðar!!

Sem betur fer eru vatnskranar – eða “nasoni” staðsettir víða um Róm. Ég las einhvers staðar að það væru um 2500 slíkir um alla Rómarborg. Þetta er vatn sem kemur beint úr fjöllunum og er fullkomlega drykkjarhæft. Það er meira að segja mjög gott! Miklu betra en vatn sem maður kaupir hér í plastflöskum. Ekki…

Í minningu Litlu Rauðar

Litla Rauð hefur nú hafið sína hinstu ferð. Þessa dyggi ferðafélagi hefur verið með mér í að verða 20 ár og farið með mér víða á þessum árum. Alltaf hef ég glaðst jafn mikið þegar hún hefur skilað sér af færiböndum flugvalla. Aldrei hefur hún týnst eða verið sein. Ég man á fyrstu ferðum okkar…

Tessera Gaidouria

Fjórir asnar…. Tveir þeirra búa hér rétt við húsið sem við dveljum í og finnst alveg svakalega gott að fá ískaldar gúrkur og apríkósur eftir langan og heitan dag…. Hina tvo kom ég með mér;)

Sjógúrt

Það eina sem þarf er gott grískt jógúrt, fullt af ávöxtum, hunang og valhnetur. Og sjó. Helling af sjó.

Home and delicious

Bara að benda ykkur á nýtt veftímarit sem var að koma út…. Það heitir Home and Delicious og er stútfullt af skemmtilegu efni og fallegum myndum. Það eru þau Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson sem standa að blaðinu, en Gunnar tók einmitt myndirnar í Sultur allt árið og Hollt nesti heiman að. Hér er…

Blóm

Nokkrar myndir af blómum…. Búin að taka dálítið margar myndir af blómum – set kannski inn fleiri síðar. Veit ekkert hvað þau heita….en falleg eru þau. Njótið:)

Xoriatiki

Xoriatiki er það sem kalla má “grískt salat”. Það “gríska salat” sem fá má víða á veitingastöðum um heim allan er ekki endilega alltaf það sama og gríska salatið á Grikklandi, þó svo það eigi Fetaostinn, tómata og gúrkur yfirleitt sameiginlegt. Á Grikklandi er þetta hins vegar kallað xoriatiki/horiatiki eða “sumarsalat”. Það er misjafnt eftir…

Gyros og souvlaki

Það verður að segjast eins og er, að maturinn í Grikkandi er alveg afskaplega góður. Hann er einfaldur, en hráefnin sem eru notuð eru alveg sérlega góð. Flestir veitingastaðir eru með nokkuð svipaðan mat á matseðlinum og að sjálfsögðu er hann misjafn eftir stöðum. Á einum stað er besta moussakað, á öðrum besti grillmaturinn og…