Eiginlega alltof einfalt pasta – en gott engu að síður;)

Það er eiginlega varla hægt að kalla þetta uppskrift þetta er svo einfalt og fljótlegt.

En gott engu að síður – sérstaklega þegar maður hefur lítinn tíma, það er fátt til í skápnum og maður er ekki í miklu eldhússtuði.

Kom til landsins síðustu nótt og á enn eftir að kaupa í ísskápinn.

Það er ekki alveg það sem maður nennir svona fyrsta daginn – sérstaklega ekki eftir að hafa gengið um fallega grænmetis og ávaxtamarkaði. Þá er dálítið of mikið sjokk að fara inn í næstu búð og kaupa í matinn á fyrsta degi!!:)

Náði samt að hlaupa aðeins inn í búð áðan og kaupa ferksan basil, parmesan og eitthvað smotterí.

Allavega – þetta varð niðurstaðan í kvöld…Legg kannski eitthvað aðeins meira á mig á morgun!

Soðið pasta – t.d.tagliatelle
Ferskt basil
Rifinn parmesan

“Sósan”

1 flaska passata tómatsósa
1 teningur af kjúklingakrafti ( lífrænan helst – hann er mun betri finnst mér allavega )

Herbs de provence
Cayenne pipar
Hvítur pipar
Svartur pipar
Hvítlauksmauk/hvítlaukur ( átti “heimalagað” hvítlauksmauk í frystinum þannig að það var auðvelt að grípa til þess…)

Passata og teningur í pott – kryddunum bætt saman við eftir smekk….
Pastað soðið. Parmesan og ferskt basil yfir allt.

Tilbúið!!

Advertisements