Það er eiginlega varla hægt að kalla þetta uppskrift þetta er svo einfalt og fljótlegt.
En gott engu að síður – sérstaklega þegar maður hefur lítinn tíma, það er fátt til í skápnum og maður er ekki í miklu eldhússtuði.
Kom til landsins síðustu nótt og á enn eftir að kaupa í ísskápinn.
Það er ekki alveg það sem maður nennir svona fyrsta daginn – sérstaklega ekki eftir að hafa gengið um fallega grænmetis og ávaxtamarkaði. Þá er dálítið of mikið sjokk að fara inn í næstu búð og kaupa í matinn á fyrsta degi!!:)
Náði samt að hlaupa aðeins inn í búð áðan og kaupa ferksan basil, parmesan og eitthvað smotterí.
Allavega – þetta varð niðurstaðan í kvöld…Legg kannski eitthvað aðeins meira á mig á morgun!
Soðið pasta – t.d.tagliatelle
Ferskt basil
Rifinn parmesan
“Sósan”
1 flaska passata tómatsósa
1 teningur af kjúklingakrafti ( lífrænan helst – hann er mun betri finnst mér allavega )
Herbs de provence
Cayenne pipar
Hvítur pipar
Svartur pipar
Hvítlauksmauk/hvítlaukur ( átti “heimalagað” hvítlauksmauk í frystinum þannig að það var auðvelt að grípa til þess…)
Passata og teningur í pott – kryddunum bætt saman við eftir smekk….
Pastað soðið. Parmesan og ferskt basil yfir allt.
Tilbúið!!
ætlarðu að segja mér að þú komir parmesanlaus frá Ítalíu? Ostabændur frá Hollandi voru með vörur sínar á vögnum við Kongens Nytorv í Köben fyrir 4árum..ég kom heim með 4 kíló af parmesan….þori varla að segja það……………..en 35 aðra osta…
LikeLike
Já…ég verð eiginlega að játa það!:) Kom reyndar ekki beint frá Ítlaíu – fór líka til Berlínar í rúma viku. Á ferðalögum langar manni alltaf í eitt og annað til að taka með heim….ólívuolíu og fetaost frá Grikklandi, parmesan frá Ítalíu, hlynsíróp frá Kanada…og alls konar. Veit ekki hvernig taskan mín yrði ef ég léti það allt eftir mér! Læt mig bara hafa það að njóta þess sem til er á staðnum og bíð svo bara þangað til ég kem þangað næst:)
LikeLike