Salat dagsins með reyktum silungi, eggjum og léttsteiktu brokkolí

Henti í þetta einfalda en góða salat áðan.

Einhvern veginn bíður svona veður ekki uppá það að standa löngum stundum í eldhúsinu og svo er frekar tómlegt í ísskápnum ennþá.

Nældi mér samt í þetta góða salat og nýupptekna brokkolí áðan, þannig að ég vissi að það yrði eitthvað til úr því.

Léttsteikti brokkolíið bara úr dálitlu smjöri (ósöltuðu að sjálfsögðu, enda finnst mér betra að fá að salta sjálf) og örlitlu maldonsalti.

Sauð eggin, þvoði salatið…skar reykta silunginn og henti í sinneps/hunangssósu.
Hlutföll? Nei….æ…ég mældi það nú ekki….

Einhvern veginn svona geri ég sósuna:

1 msk af sinnepi og vænu dassi af hvítvínsediki blandað saman í skál.

Ólívuolíu hellt útí í mjórri bunu og hrært allan tímann – eigum við að segja 100-150ml?
Þar til sósan þykknar og ykkur finnst hún vera góð skulum við segja;)

Það er betra að nota frekar bragðlitla ólívuolíu í sósuna. Eins má nota einhverja aðra bragðlitla olíu, en ég er bara svo svakalega hrifin af ólívuolíu að það er eiginglega engin önnur olía til hér á heimilinu….

Bragðbætt með smá hunangi (svona matskeið eða aðeins minna), smá maldonsalti, hvítum pipar og skvettu af kreistri sítrónu. Passar með öllu – allavega mjög mörgu.

Verði ykkur að góðu!!!:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s