…þá hefði ég örugglega skellt þessu á grillið….
Er alltaf á leiðinni að fá mér grill, en það er eitthvað að flækjast fyrir mér….hvaða tegund, hvaða stærð, hvar ætla ég að geyma það yfir vetrartímann? Mér finnst nefnilega mörg grill svo svakalega ljót.
Svo er ég alveg viss um að ég myndi ekki koma því í tæka tíð inn í skúr.
Það væri örugglega farið að ryðga í spað þegar ég loksins myndi drösla því skúrinn….einhvern tímann rétt fyrir jólin líklega.
Eða eru þau kannski ryðfrí? Nei…mitt myndi örugglega ná að ryðga samt!:)
Einhvern tímann datt mér í hug að það væri líklegast bara best að hlaða grill. Allavega fallegast.
Það er töluvert af steinum hérna í garðinum sem Kára finnst stundum gaman að “endurraða” – mér til mikillar gleði eða þannig. Hann hefur reyndar ekki neitt komið nálægt steinunum í sumar.
(Ég vona að hann sé ekki orðinn of stór til að leika sér með steinana!!!)
Þegar ég er næstum búin að detta um þá nokkrum sinnum á leið minni um garðinn, þá tek ég mig til og endurraða þeim og hugsa þá með mér – ætti ég kannski að hlaða grill??
Hugsa samt að þá væri líklega betra að steypa á milli og það er bara eitthvað svo mikið vesen….
Æ…spái bara í þessu næsta sumar!:)
Eins og sjá má á þessari færslu, er þetta árlegur höfuðverkur!