Þessi sjúklega góði réttur gerðist hérna í eldhúsinu áðan.
Þetta er reyndar réttur sem gerist ansi oft í eldhúsinu hérna – vanalega daginn eftir að ég hef eldað nautalundir og það er smá afgangur….nema þegar þær enda í steikarsamlokum…
Afgangurinn af kjötinu síðan í gær var skorinn þunnt, honum hent í skál ásamt vænni slettu af Tamari sojasósu og sesamolíu. Síðan reif eg engifer útí þetta á rifjárni, skellti frekar gróft skornum rauðum chillipiar útí, kreisti eitt lime útí líka og hófst svo handa við að velja grænmeti…..
Ég kom heim með heilan kassa af brakandi fersku grænmeti úr Mosfellsdalnum í dag, þannig að það verður veisla hér á næstunni;)
Einn brokkolíhaus, ein paprika, 3 gulrætur og einn laukur enduðu á pönnunni í þetta sinn.
Laukurinn fór fyrst á sjóðheita pönnuna, ásamt vænni slettu af sesamolíu.
Gulræturnar fleygðu sér á pönnuna með honum þegar hann var aðeins farinn að taka lit.
Fljótlega fylgdi svo brokkolíið og paprikan.
Síðan endaði kjötið og marineringin á pönnunni og allt mallaði þetta saman í 2 – 3 mínútur.
Mér finnst betra að hafa grænmetið í rétti sem þessum dálítið stökkt, þannig að þetta tekur enga stund.
Á meðan þetta var að gerast, sauð ég udon núðlur – sem mér finnst passa einstaklega vel við þetta.
Og svo söxuð, flöt steinselja yfir allt.
Algjört nammi!!
Verði ykkur að góðu:)
Þarf að reyna þennan réttt við fyrsta tækifæri! Er nú stödd ástað þar sem allar tegundir kjöts eru í kistunni… nema nautakjöt :(
LikeLike
Æ æ æ….:(
Þú hendir bara í hann við fyrsta tækifæri;) Hann er sko alveg þess virði….
LikeLike
Sæl Sigurveig, prófaði þennan í kvöld :) Algerlega frábær, takk kærlega fyrir okkur :)
LikeLike
Frábært að heyra:) Þessi klikkar sko aldrei;)
LikeLike