Eitt epla og eitt bananakruml á leiðinni…

Eitt epla….

…og eitt banana….

…”crumble”…komið í ofninn….

Nú er bara að bíða – ekkert of lengi samt…

Ég held að það finnist ekki einfaldari eftirréttur. Eða fljótlegri.

Sulla bara saman í skál sykri, hveiti og haframjöli í svipuðum hlutföllum (100 gr á móti 100 gr eða svo).
Bræði smjör…í svipuðum hlutföllum…Blanda öllu vel saman og set svo ofaná ávextina.
Ágætt að setja smá vanillu líka í deigið…

Skera bananana, eplin…rabbabarann (ef hann er við hendina) í bita.
Setja í smurt form…sulla deiginu yfir og inn í ofn.

Ég set oft hrásykur ofaná deigið. Eins ofaná ávextina (og smá smjörklípur líka – þá verður til svo góð sósa)…

..og að sjálfsögðu kanil ofaná eplin.
Hvað passar eiginlega betur saman en epli og kanill?? Veit það ekki….

Inn í ofn þar til gullið…

“Bananakrumlið” allavega tilbúið – epla hlýtur alveg að fara að verða til…

Frétti fyrir svona klukkutíma að ég ætti að koma með desertinn í mjög svo casual fjölskylduboð sem ég er að fara í (um leið og epla kemur úr ofninum og þetta er orðið nógu kalt til koma því út í bíl!)

Þeyttur rjómi með eða ís…voila…tilbúið….

Verði ykkur að góðu:)

7 Comments Add yours

  1. Margret Sigfusdottir says:

    Ég nýt þess að lesa uppskriftirnar þínar og prófa þær, því þær eru bæði einfaldar og á sama tíma frumlegar ! MS

    Like

    1. Sigurveig says:

      Takk fyrir það kærlega:) Gleður mig að heyra þetta.

      Like

  2. Hólmfríður says:

    Snilldar uppskrift og einföld, fann hana í gegnum google. Ég hef aldrei bakað eplaköku en ég ætla að prufa þetta á sunnudaginn og fara með í vinkonudögurð =)

    Like

    1. Sigurveig says:

      Frábært:)
      Já…þetta er það einfaldasta í heimi – en alveg ótrúlega gott!
      Best að nota græn epli eða gul, en rauð eru alveg í lagi líka.
      Svo er bara að mæla þetta með augunum og prófa deigið….
      Setja meiri sykur ef manni finnst vanta…eða meira smjör…Kemur alltaf vel út:)

      Gerði eina með ananas um daginn líka. Held að það hafi bara verið daginn eftir þessa….
      Setti kanil á ananasinn líka og svo smá romm….haha…Kom mjög vel út:)
      Hafði hana samt aðeins lengur í ofninum og á lægri hita – ananasinn tekur aðeins lengri tíma að verða mjúkur:)

      Like

  3. Hólmfríður says:

    Þetta er snilld. Gerði þetta fyrir vinkonurnar og þær elskuðu þetta og svo skellti ég líka í svona fyrir fjölskylduboð þar sem ég átti einmitt að mæta með eftirrétt. Allir hrifnir! Góð hugmynd að setja ananas…Greinilega vert að prófa sig áfram með svonalagað =)

    Like

    1. Sigurveig says:

      Frábært að heyra það:) Svo ótrúlegt hvað þetta einfalda er oft bara best. Líka svo þægilegt með þetta að það er hægt að gera þetta “fyrirfram” – ef maður er matarboð til dæmis – og henda svo bara inn í ofninn þegar fólk sest til borðs að fá sér forréttinn. Ekkert eldhúspuð eftir að gestirnir eru komnir;)

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s