Eldheitur og eggjandi hádegisverður

Ef það eru til egg – er alltaf til matur.

Þau eru allavega góð undirstaða í ýmsa fljótlega rétti, segi nú ekki ef það er til smávegis af reyktum silungi eða laxi.

Eins og til dæmis þessi hádegisverður sem varð til hérna áðan þegar EKKERT var til.

Allavega ekkert fljótlegt.

Nennti ekki að fara að standa í mikilli eldamennsku, þannig að þetta varð niðurstaðan:)

Smávegis af smjöri í eldföst mót og smátt skorið brokkolí…

Eitt egg ofaná það…

Reyktur silungur…

Annað egg…

Rifinn parmesan….

Inn í ofn við 200 gráður í svona….15-20 mínútur…eða þar til osturinn er orðinn gullinn….

Fersk steinselja yfir allt…

Og svo er ekki verra ef það er til smá hunangssósa eða bara örlítið af cayenne pipar….

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

  1. Margret Sigfusdottir says:

    Merci

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s