Spriklandi murta og nýuppteknar sítrónukartöflur

Er nokkuð betra en nýveidd Þingvallamurta og nýuppteknar kartöflur??

Mér finnst best að steikja murtuna bara úr smá smjöri og salta svo með örlitlu maldonsalti.

Steikji hana bara á annarri hliðinni ( roðmegin ), skelli svo lokinu yfir og bíð þar til hún er fullelduð.

Set hana síðan á fat með smá salati undir….og helli að sjálfsögðu öllu brúnaða smjörinu yfir…

Kartöflurnar sauð ég bara og velti svo upp úr ólívuolíu, sítrónu (safa og börk), smátt saxaðri flatri steinselju, maldonsalti og hvítum pipar. Alveg ótrúlega einfalt og gott….

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

  1. Margret Sigfusdottir says:

    Afskaplega bragðgott og fljótlegt, super !

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s