Spaghetti með brúnuðu salvíusmjöri og ofnbökuðum tómötum

Þetta þarf ekki að vera flókið…..

Fersk salvía…

…sem ég er svo heppin að eiga hér í garðinum hjá mér…

Smjöri skellt á pönnuna og því leyft að brúnast aðeins áður en salvíunni er bætt útí…
Ég nota reyndar alltaf ósaltað smjör, þannig að ögn af sjávarsalti útí líka…

…slökkt undir pönnunni þegar salvían er farin að verða dálitið stökk…

Spaghetti eða annað pasta soðið og því síðan bætt á pönnuna.
Tilbúið.

Í raun er nóg að notast við þessi 3 innihaldsefni sem auðvelt er að eiga.

Hægeldaðir tómatar og nýrifinn parmesan skemma samt ekki fyrir;)

Vissi reyndar ekkert hvað ég ætlaði að elda í kvöld, en átti heilan helling af tómötum
sem ég stakk hér í ofninn einhvern tímann um 5 leytið. Þá mundi ég eftir salviunni úti í garði, sem ég bjargaði hér inn úr rigningunni rétt fyrir matinn.

Þetta er einfalt. Skerið tómatana í tvennt, dreypið örlítilli jómfrúarolíu yfir þá, smávegis af sjávarsalti og ögn af sykri. Inn í ofn við 150-160 gráður í 2-3 tíma að minnsta kosti.

Stundum slekk ég bara á ofninum eftir 2-3 tíma og tek þá ekki út fyrr en þeir eru nokkurn veginn kaldir.

Gerði vissulega meira af þeim en ég notaði í kvöld (enda var ekkert “plan” í gangi þegar þeir fóru inn í ofninn), en það kemur ekki að sök því þeir eru ljúffengir kaldir daginn eftir. Er alveg viss um að þeir enda á einhverju góðu salati hérna á morgun…..

Verði ykkur að góðu:)

2 Comments Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s