Annar í pasta – fer í búðina á morgun….

Ég held að það sé alveg að koma að því að ég þurfi að fara að koma mér í búð að versla almennilega í matinn. Rétt náði að grípa einn pastapakka og parmesan í búðinni – bara nennti ekki meiru.
Jú – og banana…

Það er yfirleitt til parmesan og oftast rjómi….

Hélt að ég ætti sveppi – sem ég átti jú – en þeir voru ekki eins hressir og mig minnti;)

Sem kom svo sem ekki að sök, því þessir þurrkuðu kantarellusveppir sem voru inni í skáp voru alveg svakalega hressir og til í að lenda í pastasósu.

Hellti volgu vatni á þá og leyfði þeim að lifna við….Yfirleitt finnst mér betra að nota kalt vatn á þurrkaða sveppi og leyfa þeim að lifna við í miklum rólegheitum, en í kvöld var ekki tími til þess…

Átti smá pancettu í ísskápnum sem grátbað um að fá að vera með. Eins duttu tveir shallotlaukar í sósuna.

Skellti pancettunni og shallotlauknum á pönnu ásamt örlítilli ólívuolíu.
Leyfði lauknum að glærast aðeins og pancettunni að byrja að taka lit.

Því næst setti ég smá slettu af hvítvíni sem ég leyfði að gufa næstum alveg upp.
Næst kom vatnið af þurrkuðu sveppunum og eitthvað af kjúklingakrafti.
Saxaði sveppina smátt og bætti þeim útí.

Ég á yfirleitt alltaf einhvern góðan heimalagaðan kraft í frystinum.
Núna er náttúrulega til óvanalega mikið, þar sem ég var að leggja lokahönd á bók um súpur sem er væntanleg von bráðar…

Leyfði þessu að sjóða vel saman, þar til um það bil helmingurinn af vökvanum var gufaður upp.
Já – og eitt lárviðarlauf datt ofaní líka.

Loks sletti ég smá rjóma í sósuna og leyfði þessu að búbbla aðeins meira….smá hvítan pipar…
Slökkti svo undir pönnunni og þykkti sósuna með eggjarauðum.

Steinseljuna fann ég hérna úti í garði….

….og hún fór útí sósuna undir lokin – smátt söxuð….

Að lokum fór rifinn parmesan yfir allt saman….

Á morgun verð ég fara í búð. Held að ég meiki ekki “þriðja í pasta”!!

Verði ykkur að góðu:)!!!

2 Comments Add yours

 1. borghildur vigfúsdóttir says:

  takk fyrir allar þínar góðu uppskriftir, hlakka til að þegar súpubókin kemur út, á sultubókina og gott nesti

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það kærlega:) Finnst alveg ofboðslega gaman að setja saman uppskriftir og taka myndir. Og ánægjulegt að heyra frá fólki sem líkar þær:)

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s