Ein alveg voðalega sæt lítil kartafla….

…sem varð að brauði….

Það var ein, einmana sæt kartafla hérna í skúffunni hjá mér. Lá þarna algjörlega alein og yfirgefin.
Ákvað að leika mér aðeins með hana og athuga hvort hún yrði ekki að góðu brauði.

Reif hana niður og fór svo að finna eitt og annað úr skápunum…

200 gr hveiti
100 gr hafrar
50 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft
Örlítið sjávarsalt

300 gr rifnar sætar kartöflur
150 gr AB mjólk
2 egg
50 gr ólívuolía

Þurrefnin saman – blautefnin saman (þar með talið sæta, rifna kartaflan).
Blanda öllu saman. Olíu í form. Deig í form. Form í ofn.

Tók svona….45-60 mínútur á 180 gráðum.
Var ekkert að taka tímann nákvæmlega.

Ákvað að vera ekkert að krydda þetta – en smá kanill, múskat eða negull hefði smellpassað í deigið.

En þetta er ótrúlega gott!

Gat ekki beðið þar til brauðið yrði kalt, en ég er alveg viss um að það verður enn betra og þéttara þegar það kólnar.

Átti eitthvað af þeyttu smjöri í ísskápnum.

Geri það stundum – algjörlega það einfaldasta í heimi.

Þeyti ósaltað smjör þar til það er ljóst og létt.
Set smávegis af sjávarsalti saman við og helli svo slatta af góðri ólívuolíu saman við.
Þeyti meira….set í krukkur….inn í ísskáp.

Sem sé – alltaf til bragðgott og “símjúkt” smjör í ísskápnum.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s