Er alveg á leiðinni út í búð….um leið og það hættir að rigna….

Ég er alveg að fara að koma mér í það að fara út í búð…
Spyr mig samt hvort ég nái að fresta því í einn dag í viðbót???

Það fer alvarlega að koma tími á svona “stórinnkaup” – sem mér finnst ekkert svakalega skemmtileg.
Sérstaklega ekki í svona rigningu og gráma!

Fann tortillur í frystinum og dós af svörtum baunum í skápnum.
Í skápnum leyndist líka túnfiskdós og í ísskápnum fann ég einn vorlauk, sýrðan rjóma og smá fetaost.

Úr varð einhvers konar tortilla sem varð nesti dagsins ásamt grísku jógúrti með hunangi og hesilhnetum.

Fann líka smá salat hérna í hádeginu, þannig að það fór eitthvað svipað í það…
Var bara alveg ljómandi gott.

Annars er held ég til ein sæt kartafla og 2 rauðrófur, þannig að það er aldrei að vita nema það verði til eitthvað gott úr því í kvöld…

Advertisements