Svartbaunahummus, ofnbakaðar rauðrófur og eitthvað fleira gott…..

Pakkaði 2 rauðrófum í álpappír og henti þeim inn í ofn…
Þar voru þær í alveg heillangan tíma….klukkutíma, einn og hálfan…allavega…

Restin af svörtu baununum síðan í gær – næstum heil dós samt – fór í maukarann ásamt eftirfarandi:

2 msk sesamfræ
50 ml ólívuolía
1 hvítlauksrif
safi úr 1/2 sítrónu
2 tsk kúminfræ
1/2 tsk cayennepipar
Smá sjávarsalt
Smá af hvítum pipar

…og svo var allt maukað….

Síðan var ýmsu raðað saman…

Svartbaunahummusinn fór ofaná brauð, ofnbökuðu rauðrófurnar líka – fetaostur, súrar gúrkur og smá af stökkri pancettu….önnur brauðsneið smurð með svartbaunamauki og henni skellt ofaná.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s