Hesilhnetusmjör á 10 mínútum

Þetta var nú frekar einfalt….

Setti 250 gr af ristuðum hesilhnetum í matvinnsluvélina.
Malaði þær og malaði þar til þær urðu svona…

Þá setti ég 4 msk af hreinu hlynsírópi og nokkur korn af sjávarsalti og leyfði vélinni að ganga í svona eina mínútu í viðbót.

Ætli það hafi ekki tekið svona 5-7 mínútur allt í allt að mala þær.
Stoppaði vélina við og við, svona til að hún færi ekki að bræða úr sér!
Eins til að ýta hesilhnetunum niður þegar þær byrjuðu að fara í smjör.

Ég átti dálítið af ristuðum hesilhnetum í krukku, en annars er lítið mál að rista þær.
Bara inn í ofn, stilla ofninn á svona…150-160 gráður og hafa þær inni þar til þær eru stökkar.
Taka plötuna út við og við og hræra almennilega í þeim, þannig að þær ristist jafnt og brenni ekki.
Langbest að taka út hnetu, kæla hana aðeins og prófa. Ef hún er orðin stökk og góð, þá er hún tilbúin.

Líst ansi vel á þetta hesilhnetusmjör – ætli ég neyðist ekki til að baka eitthvað gott brauð til að hafa með þessu????

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s