Villt hindberjasósa og ris a la mande

Þessi dásamlegu hindber tíndi ég í gær!
Já. Tíndi. Villt. Rammvillt.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvar þau eru og þau ykkar sem vita það – vinsamlegast haldið kjafti!
Vinsamlegast….

Það er greinilegt að loftslagið hér á landi hefur breyst töluvert, þannig að það er hægt að rækta eitt og annað. Ekki bara tómata og gúrkur í gróðurhúsum.

Ekki nóg með að hafa komið heim með þessi rammvilltu hindber, heldur rakst ég á þessi hérna líka….

Þau voru ekki villt – en íslensk – ræktuð hérna.
Og alveg frábær. Það er ekki amalegt að vita til þess að það sé hægt að fá svona góðgæti hér, sem hefur ekki hefur verið flutt langar leiðir með skipi og er orðið hálfslappt þegar á leiðarenda er komið.

Ég ætla að vona að fleiri ranki við sér og fatti að það er hægt að rækta eitt og annað hérna (annað en tómata og gúrkur) og að það verði aukning á því á komandi árum.

Ég vigtaði “aflann” – það sem var ekki borðað á staðnum það er að segja – og þetta voru heil 350 grömm.
Það tók reyndar töluverðan tíma að tína þau, en það alveg ótrúlega gaman samt.

Það voru reyndar mörg sem voru ekki fullþroskuð sem slæddust með.
Ég ákvað að gera sósu úr þeim, sem náttúrulega smellpassaði með desertinum sem var ris a la mande.

Grjóngrautnum síðan daginn áður var blandað saman við þeyttan rjóma, berin sett í pott ásamt smávegis af sykri. Skellti svo töfrasprotanum aðeins á þau til að mauka þau aðeins og voila.

Ris a la mande með villtri hindberjasósu.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s