Meinlætaleg mánudags kókos-kakó-hjörtu…

Sullaði í þessi hjörtu áðan:)
Þau eru örugglega hollari en margt og svo tók ekki nema 2-3 mínútur að gera þau.

Ristaði kókosmjöl, bræddi kakósmjör, malaði cacao nibs (sem heita aftur hvað á íslensku?!) og blandaði þessu saman ásamt lífrænu hlynsírópi.

Klessti þessu í hjartalaga form og skellti inn í ísskáp í klukkutíma.

Ég nota stundum hrátt kakó eða kakónibs – aðallega í sjeika samt.

Mér fannst samt “kakónibsið” dálítið of gróft til að nota það svona eins og það er, þannig að ég malaði það niður. Ekki alveg í kakó samt – gott að hafa smá stærri bita þarna með…
Það má alveg örugglega nota bara hrátt kakó eða venjulegt kakó í þetta líka.

Svo má örugglega bara kæla blönduna aðeins og búa til kúlur úr þessu:)

Sem sé…

50 gr ristað kókosmjöl
50 gr malað cacaonibs
30 gr kakósmjör
2 msk hlynsíróp

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s