Smá ferðalag til Mexíkó á köldu vetrarkvöldi – vafið inn í tortillu og teppi….

Ég var búin að sjóða hérna svartar baunir, án þess að hafa hugsað mikið hvað ég ætlaði að gera úr þeim.
Á svona köldum dögum er það að fara út í búð ekki alveg það sem er efst á óskalistanum, þannig að það er ágætt að henda saman einhverju fljótlegu úr því sem er til og þá er oft ágætt að eiga til baunir.

Baunirnar sjálfar tóku samt heillangan tíma. Legg þær yfirleitt í bleyti lengur en “yfir nótt”.
Sérstaklega svona harðar baunir. Lét þær liggja í bleyti í sólarhring og sauð þær svo í amk 3 tíma á mjög vægum hita.
Það er í raun enginn “einn réttur tími” sem það tekur að sjóða baunir.
Það er langbest að prófa þær bara og slökkva ekki undir pottinum fyrr en þær eru orðnar mjúkar og fínar.
Það er fátt ólystugra en harðar baunir….

Stundum sýð ég meira en ég held að ég muni nota og sting þeim í frystinn.

Hér kemur svo uppskriftin – en það má svo sem útfæra þetta eins og hver og einn vill:)

100 gr pancetta
100 gr rauð paprika – 1 stk
100 gr græn paprika – 1 stk
2 hvítlauksrif

500 gr soðnar baunir ( svona 2-3 dósir ef þið viljið flýta aðeins fyrir þessu!)
1 dós tómatar
3-4 msk tómatpúrra
3 tsk oregano
1 tsk ferskt timian
Smá cayenne pipar
Hvítur pipar
Smá sjávarsalt
300 ml kjúklingakraftur – ég átti hann hérna í frystinum, en það má vel nota vatn og tening.

1 dós maískorn

2 laukar – steiktir sér á pönnu

Tortillur

Rifinn ostur – var með blöndu af cheddar og maríbó, en annars bara það sem er til…

Pancettan í pott með smá ólívuolíu. Paprikan skorin í bita – ekkert of litla – og bætt þar útí.
Hvítlaukurinn skorinn mjög smátt og bætt útí.

Því næst koma svörtu baunirnar, tómatar, tómatpúrra, kraftur og krydd.

Leyfði þessu að malla þar til mest af vökvanum var gufaður upp og orðinn meira eins og sósa bara.

Bætti síðan maísbaununum útí um leið og ég slökkti undir pottinum.

Á meðan þetta var að gerast, steikti ég laukinn og leyfði honum að taka smá lit.

Síðan er þessu bara raðað saman…

“Baunagumsið” sett ofan á helminginn af tortillu og laukur þar ofan á…

Ostur ofan á það…

Lokað – sett í fat – meiri ostur ofaná…

Með þessu gerði ég mjög fljótlega og einfalda sósu.

Ein dós af sýrðum rjóma, smá sítrónusafi, skrældi hálfa gúrku og reif á rifjárni og saxaði fullt af steinselju saman við. Engin krydd og ekkert. Bara einfalt og frískandi, því rétturinn er ágætlega sterkur.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s