Meinlætalegar “hesilhnetusmjörs”-smákökur…

Þessar eru pínulítið í hollari kantinum – eini sykurinn í þeim er örlítið af hreinu hlynsírópi.
Þær eru mjög þéttar og bragðmiklar. Ein eða tvær svona duga sko alveg….

Þessar flokkast algjörlega í hópinn með öðrum “meinlætalegum” kökum og smákökum sem ég hef bakað.
Það er að segja – sykurlausum, frekar hollum – ágætlega góðum – en ekkert svakalega djúsí.

Ég átti dálítið eftir af hesilhnetusmjörinu síðan um daginn.
Setti það í skál og blandaði svo restinni af hráefnunum saman við.
Mótaði kúlur, stakk hesilhnetum ofaná hverja og skellti inn í ofn á 170 gráður.
Eftir sirka 15 mínútur tók ég þær svo út.

170 gr hesilhnetusmjör
30 gr hlynsíróp
40 gr dökkt kakó
30 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 egg

Hesilhnetur ofaná ef vill.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s