Já. Ég veit. Silungur. Hann er dálítið oft í matinn hjá mér á þessum árstíma.
Það mætti stundum halda að ég væri alltaf að veiða….en nei….mér finnst hann bara svo góður.
Bestur finnst mér hann einfaldlega steikur úr smjöri, saltaður og pipraður með þurristuðum möndluflögum yfir.
Og svo er ég oft með nýuppteknar kartöflur í einu eða öðru formi.
Og kryddjurtir. Sem ég nota mjög mikið og eru í raun stundum einu kryddin sem ég nota.
Í kvöld breytti ég aðeins útaf þessu. “Kartöflulega séð” það er að segja.
Ég átti soðnar kartöflur síðan í fyrrakvöld sem mig langaði að nota í eitthvað, en mig langaði að fá smá “kick” í þær – þar kom wasabiduftið við sögu;)
Wasabi er náttúrulega náskylt piparrót – þannig að það kom svo sem ekkert að óvart að það passaði vel í kartöflusalat.
Það sem ég gerði við þær var um það bil þetta…
2 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 tsk kapers
1-2 tsk wasabiduft
Smávegis af sítrónusafa
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Saxaði kapers smátt og bætti því saman við majónesið og sýrða rjómann.
Bætti salti, hvítum pipar, sítrónusafa og wasabidufti saman við.
Skrældi kartöflurnar, skar í bita og bætti þeim saman við.
Verði ykkur að góðu:)