Blá-blá-blá-berjabomba….

Þetta var nú meiri bláberjabomban.

Ég nota oft mjólk eða möndlumjólk til að gera sjeika, en átti hvorugt til í ísskápnum akkúrat núna.

Það var hins vegar til alveg hellingur af bláberjum sem hreint út sagt öskraði á mig.
Ég átti líka til möndlumjöl, sem ég nota þegar ég baka makkarónurnar.

Berin fóru því í blenderinn – þetta voru sirka 200 gr af bláberjum sem lágu þarna og öskruðu.
Í blenderinn fóru þau, ásamt einum banana, 5-6 msk af möndlumjöli og 2 litlum vatnsglösum.

Þetta kom alveg ótrúlega vel út. Fannst þetta eiginlega bara betra en ef ég hefði notað mjólk eða möndlumjólk. Kannski er bara best að blanda vatni í sjeika? Allavega suma sjeika. Allavega bláberjasjeika!
Kannski prófa ég bara að sleppa möndlumjölinu næst og nota bara vatn! Ekki það, að möndlur eru nú vel hollar líka og passa sérstaklega vel með bláberjum….

Það komu 2 glös úr þessari “uppskrift”. Og þau fóru ansi fljótt;)

Bláber eru náttúrulega einstaklega góð, svona fyrir utan það hvað þau eru holl.
Ég er viss um að allir vita orðið að þetta er sannkölluð “súperfæða” og kannski óþarfi að tíunda það.

Hér er samt smá linkur þar sem þið getið lesið ykkur meira til um það af hverju þau eru holl. Andoxunarefni, C-vítamín…góð fyrir augun, hjartað, blóðsykurinn, blóðþrýstinginn…osfrv osfrv ( mæli með að þið kíkjið bara á linkinn! Of langt mál að fara að þýða þetta allt!).

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s