Núðlur á hlaupum….

Einfalt, fljótlegt, gott og hollt. Eitthvað sem er mjög þægilegt að henda í á hlaupum;)

Grænmeti á pönnuna með nokkrum dropum af vatni og örlitlu salti.
Í þetta sinn fann ég smá hvítkál, brokkolí og gula papriku, en það er bara misjafnt hverju ég hendi á pönnuna.

Grænmetið gufusýður svona á örstuttum tíma. Ég vil reyndar hafa það frekar stökkt, þannig að ég læt það bara vera í örfáar mínútur á svona miðlungshita – rétt á meðan núðlurnar eru að sjóða

Sýð sem sé núðlurnar – heilhveiti eða bara hvernig núðlur sem er.
(Mér finnst heilhveitinúðlur góðar í svona einfalda rétti, þar sem eru ekki margar bragðtegundir í gangi. Þær drekka sojasósuna líka vel í sig).

Síðan sía ég vatnið frá, skelli þeim aftur í pottinn – sulla alveg helling af Tamari sojasósu á þær og moka sesamfræjum yfir. Blanda þessu vel saman og set svo á pönnuna með grænmetinu.

Mér finnst Tamari sósa best – sérstaklega í svona “rétti” þar sem lítið annað er.

Hún er gerð eingöngu úr sojabaunum, en það eru ekki allar sojasósur gerðar eingöngu úr sojabaunum,
ótrúlegt en satt.

Hún er aðeins þykkari og bragðmeiri finnst mér, en samt mildari en margar aðrar gerðir.
Hún er ekki heldur eins sölt og margar sojasósur.
Ég nota hana nokkurn veginn eingöngu – en það er bara smekksatriði.
Sojasósur eru mjög misjafnar að bragði og gæðum, þannig að það borgar sig að vanda valið og velja þá sem manni finnst best.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s