Silungabollur “surprise”!!

Ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að kalla þennan rétt og hvernig ég ætti að útskýra það fyrir fjölskyldunni að það væri silungur í matinn AFTUR! Enn einn daginn!

Ekki það, að þeim finnst silungur líka góður þannig að þetta var svo sem ekki mikið vandamál;)

Ég var eitthvað að renna yfir bloggfærslurnar hjá mér áðan og sýndist í fljótu bragði vera ansi mikið af “silungafærslum” – samt sem áður set ég það alls ekki alltaf inn þegar ég er með silung – til dæmis um daginn þegar ég var með silung í matarboði hérna og….já…ég held að þið náið “pointinu”.

Það mætti halda að ég byggi einhvers staðar við árbakka og að silungurinn skoppaði upp á pönnuna hjá mér inn um opinn gluggann! Fyrir utan alla reykta silunginn sem mér finnst að verði að vera dálítið oft til.

En allavega – það voru hérna eftir 3 flök síðan í gær…og svo var að sjálfsögðu til reyktur silungur hérna líka…

Mér datt í hug að gera silungaborgara, en það var hvorki tími til að baka brauð né heldur langaði mig í það í þetta sinn. Hins vegar hefði verið alveg tilvalið að reyna að fela silunginn þannig!
Og það hefði orðið ótrúlega gott líka. Kannski á morgun!!

Hér er allt komið í skálina nema brauðraspurinn – það er misjafnt hvað þarf mikið af honum, eftir því hvað hann er grófur og hversu blautt deigið er.

Þetta varð niðurstaðan:

Skar reykta silunginn frekar smátt og hlutaði þennan steikta aðeins niður og hafði
í hann frekar stórum bitum bara.
Reif laukinn fínt á rifjárni, reif sítrónubörk útí og setti fullt af saxaðri steinselju.
Út í þetta fóru síðan egg og ljós brauðraspur (panko).

Hlutföllin voru svona í þetta sinn:

350 gr steikt silungsflök
100 gr reyktur silungur
100 gr laukur
150 gr brauðraspur
2 egg
Börkur af einni sítrónu
Fullt af steinselju

Síðan mótaði ég bollurnar – eða “surprise-ið” og setti inn í ísskáp í svona 30 mínútur svo þær myndu stífna aðeins og þéttast, þannig að það yrði auveldara að steikja þær.


Fyrir steikingu….

Ég saltaði hvorki né pipraði – enda saltaði ég og pipraði silunginn í gær og svo er reyktur silungur þarna líka, þannig að….


Eftir steikingu….

Með þessu voru brún hrísgrjón og hvítlaukssósa sem ég segi ykkur betur frá síðar….

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s