Algjört pikkles…

Ég gerði kannski dálítið mikið í þetta sinn….

Mér hefur alltaf fundist sýrt grænmeti gott.
Svo á það víst að vera alveg svakalega hollt fyrir mann, þannig að það er ekki verra.

Reyndar eru til margar leiðir til að sýra það – sumar mun flóknari og eflaust enn hollari.
Þetta er hins vegar fljótleg og góð aðferð sem allir ættu að geta gert.

Það er einfalt að skella í svona krukku og henda svo inn í ísskáp. Þar geymist það í dágóðan tíma.

Auðvitað má fara þá leið að fylla köldu geymsluna af þessu og eiga allan veturinn, en mér finnst ágætt að gera eina eða tvær krukkur í einu og geyma í ísskápnum – enda er ég ekki með neina kalda geymslu, því miður….

Þetta er ekkert flókið…og það er engin “ein uppskrift” af sýrðu grænmeti.

Það er best að prófa sig bara áfram með krydd – nota það sem manni finnst gott eða á til í kryddhillunni.
Eins salt og sykurmagnið – því misjafn er smekkur mann og allt það…

Það er mikilvægt að krukkan sé alveg tandurhrein – annað hvort komin beint úr uppþvottavélinni, soðin í potti eða bökuð í ofni.

Grænmetið þarf að vera ferskt og gott – sem er svo sem ekki mikið vandamál á þessum árstíma.

Edikið þarf að vera gott, því það gefur bragðið;)

Ég notaði lífrænt hvítvínsedik og lífrænt eplaedik í þetta – og alls konar góð krydd.
Þetta þarf svo sem ekkert að vera lífrænt, en það vill bara þannig til að besta edikið sem ég fæ hér á landi er lífrænt þannig að það er bara plús;)

Í þetta sinn lét ég dálítið margar gerðir – bæði af grænmeti og kryddum.

Blómkál, brokkolí, gula papriku, rauða papriku, perlulauk og gúrkur…held að ég sé ekki að gleyma neinu.

Ég notaði fenugreek, gul sinnepsfræ, kóríander, kúmin, fennel, græn piparkorn, szechwan piparkorn og lárviðarlauf. Sirka 1-2 tsk af hverju og svo 3-4 lárviðarlauf.

Hálfur líter af hvítvínsediki og hálfur af eplaediki fóru í pott ásamt 2 msk af sjávarsalti og 2 msk af sykri. Kryddin setti ég þar útí og sauð þetta svo allt saman á meðan ég hafði grænmetið til.

Þvoði það og skar og í bita – þjappaði því svo vel í krukkuna og hellti síðan vökvanum yfir.

Er einmitt að prófa þetta núna – strax orðið gott. Verður enn betra eftir einhverja daga samt.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s