Grænkáls og svartkálssnakk

Grænkálið og svartkálið sem stakkst upp úr fjólubláa pokanum í síðustu færslu var sko ekki lengi að verða að snakki hér á heimilinu.

Þetta slær alltaf í gegn.
Stundum nota ég grænkál, stundum svartkál og stundum blanda ég þessu bara saman.
Ég fór meira að segja einu sinni með skál af svona snakki á bekkjarkvöld hjá syninum og ég get sagt ykkur það, að það var sko ekki kálögn eftir í skálinni. Börnin helltu sér yfir skálina og fannst þetta mun meira spennandi en snakkið sem var í öðrum skálum. Það fór svo sem líka, en ekkert hraðar en grænkálið…

Ég er reyndar svo heppin að vera með alveg frábæran aðstoðarkokk sem elskar að fá að hjálpa til og á alveg heiðurinn af þessu. Nema að taka úr ofninum. Ég fæ að sjá um það:)


Grænkálið þvegið, þerrað og stóru stilkarnir teknir af


Rifið eða skorið í passlega bita – velt upp úr ólívuolíu og sjávarsalti og sett á bökunarplötu

Inn í ofn við 160-170 gráður í 15-20 mínútur. Tilbúið:)

Það er best að taka það út eftir svona 10 mínútur og veiða það sem er tilbúið frá. Setja svo restina aftur í ofninn þar til það er orðið vel stökkt líka.

Einhverra hluta vegna gerir maður aldrei nógu stóran skammt. Þetta er sko alveg svakalega fljótt að fara!

Verði ykkur að góðu:)

Advertisements