Ég bara gat ekki stillt mig um að fara og ná mér í smá grænmeti í dag.
Sjáið hvað þetta er fallegt? Stóðst ekki mátið að taka mynd af þessari “skreytingu”.
Pokinn tekur reyndar ansi mikið – þannig að það er ýmislegt fleira í honum en sést á þessari mynd.
Meðal annars blómkál og brokkolí! Stóðst bara ekki mátið…þó svo mig langi kannski ekki í meira af því akkúrat í dag.
Gerði mér svo fjólubláan sjeik – sem mér sýnist vera alveg í stíl við pokann.
Avókadó, banani, bláber og mjólk….einfalt og algjört sælgæti.
Nú fara fram alls kyns kúnstir hér í eldhúsinu sem ég segi ykkur meira frá síðar.