Djúsað á sunnudegi

Ég var reyndar byrjuð að drekka úr glasinu áður en ég fattaði að ég ætlaði að taka mynd af því….

Ég ætlaði nú aðallega að segja ykkur hvað paprikusafi er ótrúlega góður.
Ekki bara góður – heldur er ég búin að uppgötva það, að þá sjaldan að ég fæ hausverk virðist paprikusafi slá á hann. Paprikur eru náttúrulega alveg ótrúlega hollar eins og þið getið lesið um hér og víðar.
C vítamín, A- vítamín, E-vítamín…og fleiri vítamín…og alls kyns andoxunarefni.

Verð að játa, að það eru svo mörg andoxunarefni “þarna úti” að ég get ekki fyrir nokkurn mun munað hvað er hvað og hvað gerir hvað. Þess vegna er kannski best að reyna að borða og drekka dálítið fjölbreytt.
Eykur allavega líkurnar á því að maður fá sitt lítið af hverju af allri þessari hollustu!:)

Ekki það, að mér er alveg fyrirmunað að þræla í mig einhverju sem mér finnst vont – sama hversu hollt það er….Þetta þarf nefnilega að vera gott líka;) Svo er náttúrulega alltaf smekksatriði hvað hverjum og einum finnst gott.

Djúsvélin mín fær sko alveg að standa sína vakt á þessu heimili.
Ég held að ég hafi ekki keypt djús í fernum síðan ég fékk hana og það eru komin þó nokkur ár.
Kaupi reyndar einstaka sinnum djús. Þá helst hreinan trönuberjasafa í flöskum.

Ég sakna hennar alveg tilfinnanlega á ferðalögum þegar ég fer um litríka ávaxta og grænmetismarkaði.
Sem betur fer, finnast oftast djúsbarir einhvers staðar en þeir eru auðvitað með misgott úrval.

Það er misjaft hverju ég hendi í hana. Mér finnst reyndar best að blanda ekki of mörgu saman.

Það sem ég set aðallega í hana er:

Gúrkur – í mesta lagi með smávegis af steinselju.
Gulrætur – stundum fara epli með, stundum engifer, stundum bæði epli og engifer.
Tómatar – mér finnst best að hafa þá alveg aleina…
Paprikur – gular, rauðar og appelsínugular – set oft eina af hverjum lit og læt það duga.
Vatnsmelónur – bara einar og sér. Stundum aðrar tegundir af melónu, en oftast vatnsmelónur.
Ananas – einn og sér bara…
Epli – helst græn epli en bara þegar þau eru alveg splunkuný og safarík
Appelsínur, sítrónur, mandarínur(í kringum jólin…alveg sjúklega gott), lime – blanda sítrusávöxtum stundum saman. Sérstaklega appelsínum og sítrónum, eða sítrónum og lime. Geri oft límonaði hér heima, þannig að sítrónur þurfa yfirleitt að vera einhvers staðar nálægt. Verð alveg miður mín þegar það eru ekki til almennilegar sítrónur!:)

Ég held að þar með sé það upptalið. Svona nokkurn veginn.

Stundum fer spínat eða íssalat djúsvélina-þá kannski með grænmum eplum.
Rauðrófur ef þær eru alveg nýuppteknar og safaríkar.
Man allavega ekki eftir fleira í bili…

Paprikur í öllum litum – aðallega gular, rauðar og appelsínugular samt…..

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s