Blómlegt brauð

Það var eitthvað af blómum á klettasalatinu sem ég var með í gær.
Ekki mikið, en nóg samt. Þau eru ekki óvipuð klettasalati á bragðið – kannski jafnvel bragðmeiri ef eitthvað er og ótrúlega góð

Ég var að spá í að mauka það með salatinu, en ákvað að nota það aðeins öðruvísi.
Það hefði að sjálfsögðu verið fallegt að skreyta disk með þeim, en ekki í þetta sinn.

Það var líka eitthvað eftir af pizzudeiginu – sem kom ekki að sök því þá átti ég nóg til að henda í brauð.
Henti smávegis af oregano í deigið, setti töluvert af ólívuolíu í formið og deigið svo ofaní…

Setti það fyrst á aðra hliðina…


Sneri því svo við og potaði í það þannig að olían smygi aðeins inn í það..
Blómin fóru svo ofaná og brauðið inn í ofn…

Útkoman var svo þetta blómlega brauð sem var alveg ótrúlega gott.
Get ekki beðið eftir að ná í meiri klettasalatsblóm til að leika mér með.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s