Hér er þessi “gríska”….
….og hér er þessi spænska….hún er reyndar með landnámshænueggi – alíslensku, en samt…..
Þetta byrjaði allt á klettasalatinu sem ég fékk um helgina…
…sem vildi umfram allt láta mauka sig með jómrfrúarolíu og sjávarsalti…
…og láta henda sér á pizzu með fleiri góðum hlutum…
Þar lenti það, ásamt tómötum, kalamata-ólívum og svo fór feta-ostur yfir allt…
Þessi spænska byrjaði á tómatmauki, oregano, spænskri chorizo, hörpuskel, ansjósum….
…og ofnbökuðum hvítlauk sem ég átti hérna síðan um daginn…geri alltaf einn auka til að eiga…
Bara skera toppinn af hvítlauknum, smá jómfrúarolíu og sjávarsalt í sárið.
Pakka inn í álpappír og inn í ofn. Tekur svona 40-45 mínútur á 180 gráðum.
Eða lengur á lægri hita – sting þessu oft inn með öðru sem ég er að elda;)
..og svo voru það landnámshænuegginn.
Þau lentu hér og þar á pizzunni,rétt áður en hún fór inn í ofn…
Eins og þið sjáið, er algjör óþarfi að drekkja pizzum í osti og það má bara setja það sem maður vill á þær.
Upprunalega er þetta náttúrulega bara eitthvað sem varð til, til þess að hægt væri að nýta afganga og láta hráefnið ná aðeins lengra.
Verði ykkur að góðu:)
vondur tími að lesa um þessar æðislegur pítsur…brauð og te í kvöldmatinn hjá mér…
LikeLike
Ææ:( Pizzur eru svo sem lítið annað en brauð…haha…voru samt dálítið góðar. Bestu kveðjur til þín!:)
LikeLike
Spennandi hja þer, mun fylgjast með þessarri siðu….
hlakka til .. :-)
LikeLike
Takk fyrir það:)Er misdugleg að setja inn – en reyni að halda mér við efnið! Svo er hægt að leita að alls kyns réttum í leitarvélinni. Hún kemur ekki upp á forsíðunni, en er við hliðina á uppskriftunum þegar þú ferð inn á þær. Bestu kveðjur.
LikeLike