Til Mexíkó – einn, tveir og þrír!

Það er að segja, það þarf bara 3 hráefni í þetta – 4 ef sýrði rjóminn er talinn með…
Steinseljan þarna ofaná er bara til skrauts og telst því ekki með.

Tortillur, cheddar-ostur og “endursteiktar baunir”.

Það er að segja – refried beans, sem ég get ekki á nokkurn hátt reynt að þýða hér og nú.

Fann þessar fínu “endursteiktu baunir” í dós frá fyrirtæki sem heitir Biona og var alveg viss um að þær væru líklegast afbragðs góðar.
Ég nota oft chilli-baunir frá sama fyrirtæki og get algjörlega mælt með þeim.
Stundum þarf maður að eiga eitthvað fljótlegt að grípa til þegar ekki er tími til að standa yfir pottunum.

Hita baunir, setja inn í tortillu, ost yfir, loka, á pönnu…snúa…tilbúið.
Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta gert og það á 5 mínútum.

Verði ykkur að góðu:)

2 Comments Add yours

  1. Pétrún Pétursdóttir says:

    Þakka þér Sigurveig fyrir frumlegar og flottar uppskriftir og leiðbeiningar um einfalda en frábæra rétti eins og þennan hér að ofan.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Takk fyrir það kærlega:) Stundum er einfaldleikinn bestur. Og ekki verra þegar það er hægt að hafa hann hollan og fljótlegan líka. Bestu kveðjur.

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s