Til Mexíkó – einn, tveir og þrír!

Það er að segja, það þarf bara 3 hráefni í þetta – 4 ef sýrði rjóminn er talinn með…
Steinseljan þarna ofaná er bara til skrauts og telst því ekki með.

Tortillur, cheddar-ostur og “endursteiktar baunir”.

Það er að segja – refried beans, sem ég get ekki á nokkurn hátt reynt að þýða hér og nú.

Fann þessar fínu “endursteiktu baunir” í dós frá fyrirtæki sem heitir Biona og var alveg viss um að þær væru líklegast afbragðs góðar.
Ég nota oft chilli-baunir frá sama fyrirtæki og get algjörlega mælt með þeim.
Stundum þarf maður að eiga eitthvað fljótlegt að grípa til þegar ekki er tími til að standa yfir pottunum.

Hita baunir, setja inn í tortillu, ost yfir, loka, á pönnu…snúa…tilbúið.
Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta gert og það á 5 mínútum.

Verði ykkur að góðu:)

Advertisements