Sæt og safarík gulrótarbomba

Henti í þessa hérna áðan:)

Langaði í góða gulrótarköku sem ekki væri stútfull af sykri og bragðaðist í alvörunni af gulrótum!

Átti líka eitthvað svo mikið af gulrótum í ísskápnum sem ég vildi endilega gera eitthvað gott úr.
Og mig langaði í köku, þannig að….

Hún er þó langt frá því að vera meinlætaleg – þó svo hún sé bæði smjörlaus og sykurlaus.

Hún varð samt alveg svakalega sæt og safarík, þétt og góð.
Gulræturnar voru líka næstum því ennþá spriklandi þegar þær lentu í deiginu, sem skiptir töluverðu máli.

Setti hana í hringlaga form en gat ekki stillt mig um að setja líka í tvö lítil sem væru þá tilbúin fyrr.

Þessi stóra var í ofninum í að verða klukkutíma, á 170-180 gráðum.
Þessar minni tók ég út mun fyrr – eftir svona 15-20 mínútur.
Voru enn volgar þegar þær hurfu hérna, en ég er að hugsa um að leyfa þessari stóru að kólna áður en ég tek hana úr forminu.

500 gr rifnar gulrætur
100 gr ljósar rúsínur

250 gr sykurlaust eplamauk
50 gr hunang
50 gr sólblómaolía

3 egg

300 gr möndlumjöl
50 gr hveitikím
100 gr heilhveiti
2 tsk lyftiduft

2 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1 tsk engifer
1/2 tsk negull

Gulræturnar rifnar á rifjárni, settar í skál ásamt rúsínum, eplamauki, hunangi og olíu.
Leyft að standa í smástund, þannig að rúsínurnar drekki í sig smá vökva.
Þá er eggjunum bætt útí og þessu blandað vel saman.

Þurrefnum blandað saman í annarri skál og kryddunum bætt þar útí.

Loks er þurrefnunum bætt útí í gulrótarblönduna, öllu skellt í form og inn í ofn.

Verði ykkur að góðu:)

2 Comments Add yours

  1. Elsa says:

    tu ert algjør snillingur kona! frabært blogg tar sem eg fylgist med hverri færslu!

    Like

    1. Sigurveig says:

      Takk fyrir það kærlega:) Það gleður mig mikið að heyra! Mæli sko sterkt með þessari. Hún var enn betri þegar hún hafði kólnað aðeins. Virkilega þétt og djúsi…og saðsöm! Er einmitt að fá mér sneið með morgunkaffinu!

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s