Steinseljupestó með sólþurrkuðum tómötum

Ég er búin að uppgötva að ég nota alveg ofboðslega mikið af steinselju.
Mér finnst hún góð – sérstaklega flöt steinselja.

Og svo er hún alveg svakalega holl.
Góð fyrir hjartað, kólesterólið, ónæmiskerfið, bólgueyðandi, stútfull af andoxunarefnum, K-vítamíni,
C-vítamíni, A-vítamíni….
Listinn er langur.
En ef mér þætti hún ekki líka góð, held ég að öll þessu góðu áhrif hennar myndi skipta minnstu máli!

Ég finn að ég tek hana fram yfir margar kryddjurtir og nota hana í flest.
Það hjálpar líka að það er hægt að fá ferska og góða steinselju víðast hvar,
ræktaða hér innanlands og ég tek það hiklaust fram yfir það að nota kryddjurtir úr plastboxum sem hafa ferðast yfir hálfan hnöttinn og eru oft frekar slappar þegar boxin eru opnuð.

Ég hugsa að ég fari í gegnum allavega 3-4 stór búnt af henni hér á viku.
Ég er að tala um stór búnt sko…

Mikið fer í eldamennskuna og eitthvað í djúsvélina.

Þetta hér nýtur til dæmis mikilla vinsælda á heimilinu og er alveg svakalega fljótlegt.

Þetta gæti ekki verið einfaldara.

Ég mauka saman steinselju og sólþurrkaða tómata með töfrasprotanum.
Set örlítið sjávarsalt og nægilega jómfrúarolíu til að þetta blandist allt vel saman.
Nota að sjálfsögðu líka olíuna sem tómatarnir liggja í.

Hlutföllin eru alls ekki heilög og í raun bara smekksatriði.
Mestu skiptir að velja góða sólþurrkaða tómata sem eru mjúkir í gegn og bragðmiklir og eins þarf steinseljan að vera góð og fersk. Og svo náttúrulega góða ólívuolíu.

Stundum mauka ég bara steinselju með smá ólívuolíu og örlitlu sjávarsalti og nota sem sósu.

Þetta til dæmis gott að nota ofaná á brauð eða sem sósu með fisknum.
Svo er einfalt mál að sjóða bara smá pasta og fleygja þessu yfir.
Bera fram með nýrifnum parmesan eða fetaosti eða bara eitt og sér.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s