Spaghetti með svartkáli og hörpuskel

Einfaldur en góður pastaréttur.
Svartkál og hörpuskel í aðalhlutverki.

Skar svartkálið af stilkunum og síðan í ræmur…

Hörpuskelina marineraði ég í blöndu af jómfrúarolíu, sítrónu, timían, steinselju, sjávarsalti, svörtum pipar og hvítlauk sem ég skar í mjög þunnar sneiðar.
Lét hörpuskelina liggja þar í rólegheitum í 20-25 mínútur, rétt meðan ég skar grænkálið og sauð pastað.

Fleygði þeim næst á pönnuna ásamt svartkálinu og setti vökvann (marineringuna) að sjálfsögðu með.
Setti væna matskeið af smjöri með líka, til að fá bragðið af því og gera sósuna enn betri.



Síðan fleygði ég pastanu á pönnuna og blandaði öllu vel saman.

Meiri svartan pipar yfir og jafnvel sítrónusneið á hvern disk.

Einfalt, létt og gott.

Verði ykkur að góðu:)

2 Comments Add yours

  1. Margrét says:

    Takk takk fyrir góða uppskrift, fann reyndar ekki svarkál, þanning ég keypti grænkál sem ég skar í ræmur og steikti upp úr smá olíu, smjöri og hvítlauk áður en ég setti hörpuskelina á pönnuna, mmmmm mjög gott og meira að segja eiginmaðurinn var hrifinn sem hefur sagt að pasta sé ekki matur (-:

    Takk fyrir mig og mína
    kv
    Margrét

    Like

    1. Sigurveig says:

      Frábært að heyra:) Og gott að heyra að eiginmaðurinn skipti um skoðun!Einhvers staðar á síðunni er líka mjög góður og einfaldur réttur – bara með smjöri, salvíu og parmesan. Ættir að prófa hann við tækifæri. Bestu kveðjur:)

      Like

Leave a comment