Perupönnsur með kanil og möndlum

Ákvað að skella í pönnsur í hollari kantinum.
Ekki það, að ég hef þær yfirleitt í hollari kantinum.
Mér finnst þær betri þannig.

Ég var búin að gera deigið þegar ég sá tvær fullkomlega þroskaðar perur í ávaxtaskálinni.
Ristaðar möndluflögur átti ég í krukku hérna – á eiginlega alltaf til ristaðar möndluflögur…
Til að nota á silung, kartöflur, jógúrt, í bakstur….bara hvað sem er!

Deigið gerði ég svona:

170 gr heilhveiti
30 gr hveitikím
60 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft

3 egg
350-400 ml möndlumjólk

30 gr kókosolía (og svo meira til að steikja úr)

Þurrefni saman. Blautefni saman. Öllu blandað saman – kókosolían brædd á pönnunni og henni bætt við síðast.

Síðan bara á pönnuna með smá kóokosolíu undir.
Perur, kanill og möndlur yfir og síðan snúið við.

Á sumar setti ég perur og kanil – á aðrar fóru möndlur og kanill.
Sumar fengu allt – perur, kanil og möndlur, meðan aðrar voru “allslausar”!

Bara steikt eins og aðrar pönnsur:)

Bar þetta svo fram með smá hunangi yfir.
Kom frábærlega út.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a comment