Mexíkó-langa og rófufranskar með avókadómauki

Þessar fallegu rófur biðu þess að ég gerði eitthvað skemmtilegt við þær…



…þannig að ég skrældi þær og skar, velti úr jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar..
Inn í ofn – 180-200 gráður í svona…30 mínútur. Var fyrst með þær á 180 og hækkaði svo undir lokin.
Tékkaði á þeim við og við og hrærði aðeins í fatinu til að allt eldaðist nokkuð jafnt:)

Maukið er einfalt.

2 vel þroskuð avókadó
Safi úr 1/2 sítrónu
Sjávarsalt
Hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk heil kúminfræ

2 kirsuberjatómatar (þeir voru dálítið einmana í skál hérna á borðinu svo þeir fengu að fljóta með!)

Allt maukað með töfrasprotanum.

Langan vildi láta krydda sig alveg helling og þar sem ég var þegar búin að gera avókadómaukið, var hugurinn farinn að leita til Mexíkó….

Ég ákvað að krydda hana almennilega og greip því mortelið mitt…

Í því lenti eftirfarandi:

2 tsk heil svört piparkorn
1 tsk heil hvít piparkorn
1-2 tsk heil kúminfræ
4 tsk timían (ætlaði að nota oregano en það var búið…kom ekki að sök!)
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk sætt paprikuduft
2 tsk sjávarsalt

Mældi þetta svo sem ekki nákvæmlega, en blandan var um það bil svona.

Smellpassaði fyrir þetta kíló af löngu sem ég var með.

Skar tvo lauka í þunnar sneiðar og steikti úr jómfrúarolíu á pönnunni þar til allt var orðið fallega gullið.

Á meðan kryddaði ég lönguna vel og vandlega – á öllum hliðum.

Tók laukinn af pönnunni, bætti við meiri olíu og steikti svo fiskinn.
Vildi leyfa honum að taka líka í sig laukbragðið sem var fyrir á pönnunni, þannig að ekki þvo hana þarna á milli;)

Ójá…þetta passaði sko vel saman.
Fiskurinn vel sterkur, rófurnar sætar og ljúfar og avókadóið lék sér svo þarna á milli!

Verði ykkur að góðu:)

3 Comments Add yours

  1. Sarah says:

    looks yummy!

    Like

    1. Sigurveig says:

      Thank you:) It was GOOD…. Seasoned the fish with some dried herbs and spices, made guacamole and oven-baked some swedes…so…mexican style fish with swede-chips and guacamole….Yummy, spicy, healthy…but most important of all….GOOD!!!

      Like

Leave a comment