Meinlætaleg “miðvikudagshjörtu”…

…á fimmtudegi….

Hélt lengi framan af að það væri miðvikudagur í dag – en það er víst fimmtudagur…
Ég skil stundum ekki hvað tíminn getur verið fljótur að líða…dagar…vikur…mánuðir og ár!
Getur verið að það hafi einhver stolið einum virkum degi úr vikunni?
Hmm….ég held að það þurfi að athuga það betur…

Þessi meinlætalegu mánudagshjörtu eru líka góð.
Þau voru samt gerð á mánudegi – hann kemur alltaf.
Það eru aðallega miðvikudagar og fimmtudagar sem eiga það til að hverfa eða ruglast!

Þetta er nú ekki flókið…

100 gr kakónibs…kakónibbur…hvað sem þið kallið þetta!
50 gr möndlur
50 gr hesilhnetur – ég átti ristaðar, en þær mega alveg vera óristaðar…
50 gr kakósmjör
50 gr hunang
Örlítið sjávarsalt – bara nokkur korn….

Kakónibbur og möndlur malaðar eins smátt og hægt er.
Kakósmjörið brætt og því bætt saman við ásamt hunanginu og sjávarsaltinu.
Hesilhnetur útí og þær malaðar svona aðeins.
Ágætt að hafa eitthvað af stærri bitum í þessu líka;)

Sett í form – til dæmis hjartaform ef þið eigið svoleiðis – eða bara rúllað í litlar kúlur…

Inn í ísskáp í smástund.

Tilbúið.

Borðað.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s