Það er sunnudagur og ég ætti auðvitað að vera að baka pönnukökur…

Ég veit – pínu “skrítinn” morgunmatur og þó kannski ekki….

Ég hef aldrei verið “mikið fyrir” morgunmat – helst að ég nái að drekka eitt glas af haframjólkinni minni svona rétt áður en ég fær mér morgunkaffið…
Samt veit ég vel að “morgunmatur er mikilvægasta máltíðin” og allt það….jarí jarí jarí….skilaboð móttekin….

Ég held samt að ég myndi fyrr deyja en að pína mig í að borða egg og beikon í morgunmat.
Ég hef heldur ekki komist upp á lag með að þræla í mig chiagraut sem margir virðast hrifnir af.
Í versta falli langar mig í einhvern góðan nýpressaðan djús eða sjeik.

Þegar ég vaknaði í morgun, langaði mig hins vegar allt í einu í rauðar linsubaunir.
Þannig að ég henti í dhal…

1 laukur
2 stór hvítlauksrif
Ferskur engifer – svona þumlungsbiti
Ólívuolía

3 tsk heil kúminfræ
1-1 1/2 tsk túrmerik
1 – 1 1/2 tsk garam masala
1 tsk kanill
1/2 tsk cayenne pipar

200 gr rauðar linsubaunir
600 ml grænmetiskraftur

8 kirsuberjatómatar
2 msk tómatpúrra

Sjávarsalt
Hvítur pipar

Safi úr 1/2 sítrónu
Fersk steinselja

Skar laukinn smátt og setti í pott ásamt smávegis af ólívuolíu.
Leyfði honum að glærast aðeins áður en ég bætti smátt söxuðum hvítlauk og smátt söxuðu engifer saman við.
Bætti kryddunum útí á sama tíma (öllu nema salti og pipar það er að segja) og tómötunum.
Hrærði þessu vel saman og síðan fór krafturinn útí.
Þegar suðan kom upp, fóru linsubaunirnar útí ásamt tómatpúrrunni.

Leyfði þessu að malla í 20-25 mínútur, kreisti þá sítrónusafann útí, setti í skál og henti smá steinselju yfir allt. Smávegis af salti og pipar…tibúið.

Veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem mig mun langa í alla morgna – en þennan sunnudagsmorgun var rjúkandi heitur linsubaunaréttur akkúrat það sem mig vantaði.

Það er reyndar nóg eftir, þannig að það er aldrei að vita nema ég hiti þetta upp í fyrramálið;)

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s