Rækjubuff,rófufranskar og rauðkál með rúsínum….

….og hvað eru mörg R í því!!

Rækjubuff með kúrbít

Skrældi kúrbítinn og reif hann svo á mandólíni, setti í sigti með smávegis af sjávarsalti og leyfði vökvanum af renna af því í svona hálftíma. Kreisti síðan eins mikið af vökvanum af og ég gat.

Reif rauðlaukinn fínt á rifjárni og blandaði síðan kúrbítnum saman við.

Grófsaxaði rækjurnar,saxaði kryddjurtinar smátt og bætti í skálina ásamt einu eggi, sesamfræjum,
sjávarsalti og hvítum pipar.
Hveitinu bætti ég síðan við smátt og smátt, þar til blandan var hæfilega þykk.

Það er misjafnt hvað þarf mikið af hveiti.
Deigið var frekar blautt hjá mér, en samt hélst það vel saman þegar ég steikti það.

450 gr rækjur
450 gr kúrbítur
50 gr rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif

3-4 msk hveiti
2 msk sesamfræ
1 egg

fersk steinselja
ferskt basil

sjávarsalt
hvítur pipar

Leyfði þessu að vera aðeins í ísskápnum áður en ég steikti það svo á pönnu með ólívuolíu.

Úr þessu komu 10 buff…

Rauðkál með rúsínum

Skar niður lítinn rauðkálshaus, fleygði honum í pott með smávegis af ólívuolíu, nokkrum matskeiðum af hrásykri og smávegis af sjávarsalti.
Leyfði því að brúnast aðeins – ekki mikið samt.
Þá hellti ég vænni slettu af eplaediki og einhverju af ljósum/tyrkneskum rúsínum útí.

Leyfði þessu að malla í potti með loki í einhvern tíma. Svona 30-40 mínútur…

Rófufranskar og avókadómauk finnið þið svo í póstinum hér;)

Verði ykkur að góðu:)

Advertisements