El Grillo kjúklingur handa Eyþóri

Þennan held ég að verði að gera handa Eyþóri frænda mínum næst þegar hann á leið hjá…

Ég drekk afskaplega lítið af bjór, þannig að það voru enn að þvælast fyrir mér bjórdósir hérna síðan á menningarnótt. Ég kaupi hann aðallega fyrir menningarnótt eða viðlíka viðburði, þegar ég á von á að fólk detti inn og sé kannski pínulítið þyrst….

Það eru ennþá nokkrir eftir þannig að ég finn kannski eitthvað sniðugt að gera við þá á næstunni.
Ég hefði auðvitað bara getað drukkið þá, en var ekki alveg í bjórstuði(frekar en vanalega!).

Allavega!

Ég var með heilan kjúkling sem ég hlutaði niður.
Velti honum upp úr hveiti sem ég hafði kryddað með salti, hvítum pipar, svörtum pipar og möluðum kúminfræjum. Það var pínulítið til af pancetta í ísskápnum og heill hellingur af shallotlauk.
Og bjór.

Svona fór þetta fram.

Hlutaði kjúklinginn, velti honum úr kryddaða hveitinu og steikti í blöndu af ólívuolíu og smjöri.
Tók þá svo úr pottinum og geymdi til hliðar.
Skar pancettuna í bita og skrældi shallotlaukinn.
Leyfði þessu að malla í olíu/smjörblöndunni aðeins – þar til pancettan var orðin stökk.
Þá skellti ég 2 dósum af El Grillo bjór í pottinn, 2 lárviðarlaufum og 3-4 matskeiðum af hrásykri.
Kjúklingurinn fór svo aftur útí og þetta mallaði á meðalhita í einhverjar 20-30 mínútur þar til hann var fulleldaður.
Með þessu var rófustappa að hætti hússins – en kartöflumús hefði auðvitað líka smellpassað með.

Kom mjög vel út – viss um að Eyþór verður hrifinn af þessum rétti.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s