Skammarlega einfaldur eftirréttur…..

….og ekkert alltof óhollur heldur…

Stundum þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.
Safaríkar plómur og epli geta auðveldlega breyst í eitthvað mikið meira.

Þetta setti ég í ofninn hérna um daginn.
Minnir að þetta hafi verið tvö epli og einhverjar fimm eða sex plómur.

Skar eplin í bita og plómurnar í tvennt, setti í smurt form, fleygði nokkrum negulnöglum, nokkrum kardimommum, stjörnuanís og kanilstöng með.
Smávegis af hrásykri (3-4 msk er meira en nóg) yfir og nokkrar smjörklípur.
Inn í ofn í svona….30-40 mínútur á 160-170 gráðum minnir mig.
Best bara að fylgjast með þessu og taka út þegar allt er orðið lint og gott.
Sósan sem verður til í forminu er afbragðs góð.

Borið fram með grískri jógúrt. Eða bara eitt og sér.
Að sjálfsögðu gott með ís og þeyttum rjóma líka….

Desertinn tilbúinn!

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s