Nokkrir góðir veitingastaðir í Berlín…

…eða kannski aðallega í Mitte og Prenslauer Berg….
Verð að játa að ég held mig mest á þeim slóðum – enda lífleg og skemmtileg hverfi.

Það er frekar auðvelt að finna góða veitingastaði í Berlín. Reyndar erfiðara að finna vonda held ég bara (nema þá að ég hafi alltaf verið svona heppin?).
Er búin að koma hingað nokkrum sinnum og ekki lent í því ennþá allavega.

Monsier Vuong er víetnamskur staður á Alte Schönhauser strasse í Mitte.
Það er yfirleitt troðfullt þar og erfitt að fá borð – en biðin er vel þess virði.
Maturinn er góður, ferskur og frekar ódýr. Mangósjeikinn þeirra er líka ótrúlega góður…

Ef þið gefist upp á biðinni, er stutt að labba yfir á Manngo í Mulacksstrasse. Maturinn þar er ágætur, þó svo hann sé kannski ekki alveg jafn spennandi og á Monsieur Voung.

Á Kuchi á Gibsstrasse er svo að finna frábært sushi og alls ekki of dýrt. Það væri óskandi að það væri jafn auðvelt að finna sushi í svipuðum gæða og verðflokki í Reykjavík.
Laxa-nigiri-ið hér var með því betra sem ég hef fengið.

Prater á Kastanienalle er annar góður staður – bæði er veitingahúsið þar mjög gott og eins er bjórgarðurinn líflegur á sumrin þegar vel viðrar. Það er því hægt að velja um að fara á veitingastaðinn og fá eitt af betri vínarsnitselum borgarinnar, eða þá að velja um aðra góða rétti á matseðlinum.
Eins er hægt að fara í bratwurst og pretzel í bjórgarðinum sjálfum. Þar er alltaf mjög líflegt á sumrin.
Þetta er einn af elstu bjóðgörðum borgarinnar – frá 1837 þannig að líklega hefur verið drukkið töluvert af bjór þar í gegnum tíðina….

Gugelhof er skemmtilegur staður á Kollwitsplatz í Prenslauer berg. Þar er boðið uppá sérrétti frá Alsace eins og t.d.choucroute sem samanstendur af súrkáli og alls kyns pylsum og kjöti.

Annar góður veitingastaður er Der Hahn ist tot.
Þar er hægt að fá ljómandi góðan franskan mat. Matseðillinn er einfaldur. Það er fjórréttað, misjafnt eftir dögum hvað er í boði og upplýsingar um hvað er í matinn er að finna á heimasíðunni þeirra. Það er alltaf sama verð – 18 evrur sem verður að teljast ansi ódýrt fyrir góðan, fjórréttaðan mat. Á meðan er hægt að raula þennan lagstúf á þýsku, frönsku eða einhverju öðru tungumáli:)

Það má ekki gleyma bestu ísbúðinni í bænum – Amorino. Þetta er reyndar lítil keðja, með alveg ótrúlega góðan “alvöru” ís með “alvöru” bragði. Engin gerviefni eða litarefni eru notuð, heldur einungis bestu fáanlegu hráefni.

Önnur góð ísbúð sem ég rakst á í sumar er Eiscafe Malibu.

Reyndar er margar litlar ísbúðir að finna víða um borgina og þeim fjölgar sífellt.

Svo má náttúrulega koma við í góðri delicatessen verslun- eða í Biomarkt og fara í lautarferð í einhverjum af þeim fjölmörgu skemmtilegu görðum á svæðinu. Til dæmis garðinum í Friedrichscahain ef vel viðrar.

Góða skemmtun!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s