Panna cotta, risotto”boltar”,quiche, súpur og bara ýmislegt….

Ég hef óskaplega lítið náð að setja nokkuð inn hér uppá síðkastið sökum anna í eldhúsinu.

Kjötsúpan naut mikilla vinsælda í Eymundsson á laugardaginn og ég fór beint úr kjötsúpugerðinni í gúllassúpu sem ég hafði lofað í veislu og skilst að hafi bara runnið ljúflega niður:) Einhvers staðar voru svo makkarónur í veislum sem ég var að vinna að í síðustu viku. Gærdagurinn og dagurinn í dag fóru svo að útbúa veitingar í aðra veislu og hér koma nokkrar myndir af því sem varð til hér í eldhúsinu. Rétt náði að skjóta nokkrum myndum af áður en bakkarnir fuku hér út um dyrnar í þessu líka skemmtilega veðri sem er búið að vera í dag. Náði ekki myndum af öllu, en hér koma þær sem ég náði. Sem sé mikið stuð í eldhúsinu en jafnframt minni tími til að setja inn skemmtilegar uppskriftir!

Panna cotta, risotto”boltar”( boltar eða bollur – get ekki ákveðið hvað ég á að kalla þær annað en góðar!) með basil og mozzarella, mini quiche lorraine og vatnsdeigsbollur með rjómaosti, kryddjurtum og vatnakarsa. Héðan fóru líka vatnsdeigsbollur með vanillurjóma og karmellu og eitt og annað sem náði ekki að festast á filmu.

Hafði samt vit á að halda einu panna cotta og nokkrum rjómabollum eftir sem eiga eflaust eftir að staldra hér stutt við!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s