Ótrúlega grænt pasta…..

Í kvöld hafði ég frekar lítinn tíma í eldamennskuna og ef á að segjast eins og er, þá var ég ekkert í svakalega miklu eldhússtuði. Frekar þreytt eftir daginn bara – þurfti að vera mikið “á ferðinni” – í umferðinni það er að segja. Ég held að ég gæti aldrei keyrt leigubíl….að keyra um í gráu veðri og snattast er um það bil það mest þreytandi sem ég geri….Má ég frekar biðja um tíu tíma í eldhúsi en tvo í umferðinni!
Eins og ég annars elska að keyra – bara ekki svona innabæjar.
Og helst í sól og blíðu á beinum og breiðum vegum…en bíddu…var ég ekki að tala um pasta?!?

Allavega!

Langaði samt í eitthvað gott og ferskt.
Og til varð þetta græna pasta.
Það var mun grænna en það er á myndinni – birtan ekki alveg uppá það besta á þessu októberkvöldi.

Meðan pastað var að sjóða, leit ég inn í ísskáp og hugsaði hvað væri nú ferskast of fljótlegast.

Úr varð þessi samsetning sem er kannski ekki allra – þetta varð alveg svakalega “grænt” á bragðið….
Fann alveg hvernig hollustan streymdi út í kerfið!!:)
(Er að hugsa um að fá mér eitt panna cotta sem ég hérna bara svona til að “hollustujafna”…)

Setti sem sé eitt búnt af vatnakarsa, eitt búnt af basil og eitt vænt avókadó í maukarann.

Slatti af fersku timían fór útí líka – greinar og allt – ásamt smávegis af jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar.

Blandaði þessu svo saman við soðna pastað og reif svo annað búnt af vatnakarsa og enn meira timían útí.
Væn handfylli af rifnum parmesan og maturinn var kominn á borð.

Örfá handtök og tilbúið á jafn löngum tíma og tekur pasta að sjóða.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s