Kássa, eldhússlys og loforð um uppskriftir….

Þessi kássa varð til hérna í rólegheitum í dag. Ég hafði reyndar ætlað að gera lasagna – það var allavega upphaflega hugmyndin þegar ég greip með hakk í búðarferðinni í gær.

Ég lenti svo í minni háttar elshússlysi í gær – tókst að skera mig á kökuformi þar sem ég teygði höndina inn í skápinn í leit að formi til að baka brownies í.

Ekkert alvarlegt, en ferlega vont….Var þá þegar búin að skera mig á blaði. Já – á blaði…
Var líka búin að ná að lemja puttanum á mér einhvern veginn í vaskinn sem var frekar vont og svo einhver fleiri smáslys. Veit ekki alveg hvað var í gangi, en ég ákvað að það væri líklega ekki skynsamlegt að gera neitt fleira í bili. Allavega ekkert sem útheimti það að ég notaði beitta hnífa…

Náði sem sé að klára að henda í brúnkurnar og hengdi svo bara upp svuntuna..

Ákvað að láta sár mín gróa dálítið áður en ég færi í það að gera lasagnað.
Lagðist upp í sófa með brúnkur mér við hlið, stillti á Food Network…og steinsofnaði um 5 leytið…bara í einhvern klukkutíma en samt. Mjög óvanalegt. Legg mig frekar sjaldan. Hlýt að hafa verið eitthvað þreytt og það orsakað eldhússlysin…En allavega!! Kássan!!

Það var til töluvert af sveppum síðan um daginn – ætlaði að nota þá í rétt fyrir veisluna sem ég var að gera hér um daginn, en sá fram á að það væri komið meira en nóg af alls konar öðru.

Hluta notaði ég í sveppasúpu hér í hádeginu og svo fór ég að malla í eitthvað pínulítið stefnulaust.
Sveppir og hakk var ég allavega viss um að ég myndi nota.

1 kg nautahakk
500 gr sveppir
2 laukar – um 300 gr
2 stilkar sellerí – miðlungsstórir
3-4 hvítlauksrif
1 l kjúklinga/grænmetiskraftur eða blanda af bæði
4-5 msk tómatpúrra
3-4 msk herbs de provence
Væn sletta af balsamediki
Væn sletta af worchestshire sósu
Svartur pipar
Hvítur pipar
Sjávarsalt

Ólívuolía
Smjör

Skar laukinn smátt og setti í pottinn ásamt smávegis af ólívuolíu.
Skar sveppina í bita og setti útí pottinn ásamt slettu af smjöri og smátt söxuðum hvítlauknum.
Leyfði þeim að steikjast aðeins og þá fór hakkið útí. Saltaði, pipraði, sletti worchestshire sósu útí og brúnaði hakkið vel.
Þá fór tómatpúrran útí og þegar hún hafði þakið allt vel, setti ég kraftinn.
Í þetta sinn átti ég engan tilbúinn í frystinum – restin fór í súpuna sem ég gerði í dag – þannig að ég setti líter af vatni og 2 lífræna kjúklingakraftsteninga. Herbs de provence útí og svo leyfði ég þessu að malla.
Smakkaði við og við, saltaði meira, pipraði meira…sletti balsamediki útí…osfrv.
Leyfði þessu að malla hér í einhverja 3 tíma meðan ég gerði aðra hluti.

Sauð svo bara hrísgrjón og tilbúið.

Mundi þá eftir þessu chutney-i sem ég gerði hérna um daginn og gleymdi bara alveg að segja ykkur frá!
Ætlaði að vera löngu búin að henda inn uppskrift af því – lofa að gera það fljótlega:)
Gerði reyndar bara 2 krukkur. Önnur kláraðist fljótt. Þessi er sem sé búin að vera hérna í svona 2 vikur og var þar af leiðandi orðin enn betri. Þetta er sem sé chutney úr grænum tómötum og ýmsu fleira….þarf að finna hana í tölvunni. Hef vonandi skrifað hana niður….

Ég var reyndar líka búin að henda í eina spínatböku í gær sem var frekar góð.
Hér er allavega mynd af henni – uppskriftin kemur kannski seinna.
Líka uppskriftin af brúnkunum. Held að ég muni hana ennþá…þær náðust ekki á mynd…voru svo fljótar að hverfa sko….

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s