Fljótlegt og gott kúrbítsbrauð

Ég hef verið frekar löt við að setja inn uppskriftir síðustu viku eða svo.
Stundum er bara of mikið að gera….reyni að taka mig á í þessu!!

En þessi kúrbítsbrauð fleygðu sér í ofninn hjá mér áðan….

Byrjaði á því að rífa kúrbítinn á mandólíni…

…..og fór svo að spá hvað fleira ætti að fara í brauðið….

Þetta var útkoman:

300 gr kúrbítur
100 gr möndlumjöl
50 gr hveitikím
200 gr ljóst spelt (eða var það 150 grömm?)
2 tsk lyftiduft
50 gr hrásykur

3 egg
150 ml AB mjólk
50 ml ólívuolía
50 ml ljóst hunang

Öllu sullað saman og í form…

Tók ekkert tímann á þessu – kannski 45-50 mínútur á svona 180 gráðum.

Fljótlegt, einfalt og gott.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s